Fátt finnst mér fallegra en að hafa sambland á milli grófleika og fínleika í íbúðum
Þeir sem eru svo heppnir að búa í gömlu húsnæði með hlöðnum veggjum geta auðveldlega málað veggina í ljósum fallegum lit og fengið karakterstökk inn í rýmið. Grófleiki á móti fínleika skapar skemmtilega útkomu og oft á tíðum mikinn hlýleika.
Eins er hægt að hlaða steinum á vegg, til dæmis í kringum arinn eða sjónvarpið. Margir vilja brjóta baðherbergin sín upp með grófum flísum á baðherbergi og hægt er að fá fjöldan allan af allskonar flísum úr náttúrulegum steinum. Mjög spennandi og skemmtilegur kostur.
Einnig er hægt að fá veggfóður í formi múrsteina. Þá ertu komin með smá vídd inn í herbergið og auðvelt er að fjarlægja það aftur ef þú vilt breyta.
Hér eru nokkrar hugmyndir að múrsteinum í bland við fínleika.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.