Við erum komin til Grikklands, nánar tiltekið í hús á miðri eyjunni í borginni Megalochori
Nýbúið er að gera íbúðina upp sem er nett og falleg. Íbúðin er á efstu hæð í eldri byggingu og eru eigendurnir heppnir með að það eru stórar og góðar svalir sem fylgja íbúðinni. Þar eru þau búin að koma fyrir heitum potti, fallegum útihúsgögnum, kertaluktum og kósíheitum. Svo þau geti notið þess að liggja í pottinum undir stjörnubjörtum himni, eða gætt sér á kvöldmatnum undir berum himni.
Megalochori er falleg borg með húsum sem eru mjög hefðbundin í grískum arkitektúr, hvíti liturinn er allsráðandi og göturnar eru mjög mjóar og kræklóttar. Umhverfis borgina er mikil vínrækt og vínakrarnir eru sláandi fallegir. Andrúmsloftið er því fullt af gleði, fegurð og sögu eyjunnar.
Íbúðin sjálf var gerð upp árið 2013 en húsið var byggt í kringum 1900. Íbúðin er hönnuð í nútímalegum stíl, allt frekar bjart, opið með þeim nútímaþægindum sem við eigum að venjast. Það eina sem fékk að halda sér algjörlega í sínum upprunarlega stíl var útihurðin og nýtur hún sín vel innan um nútímalega stílinn.
Algjör draumastaður fyrir þá sem elska sjó, sól og sögulega fegurð! Það væri ekki verra að geta leigt þarna eitt sumarið.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.