Amerískur leikari (fáum ekki að vita hver það er) bað arkitekta sína um að hanna draumasumarbústað fyrir sig í Grikklandi.
Þessi “sumarbústaður” er eins og einbýlishús á Íslandi að stærð. Fallegt er það! Ég sé það fyrir mér í smáíbúðarhverfinu, það myndi “fitta” einstaklega vel þar inn. Húsið er hannað sem athvarf fyrir leikarann, þar sem hann getur hvíld sig og lifað eins og venjulegur borgari. Húsið er fallegt að innan og smekklega innréttar.
Uppáhaldið mitt samt þarna inn og það sem sker sig mest úr eru flísarnar inn á baðherberginu, þær eru blágrænar að lit og skera sig vissulega út miðað við aðra hönnun í húsinu. Retró fílíngur í þeim á meðan hin rýmin eru hönnuð í nútímalegum stíl. Grátt…hvítt…og viður. Fallegt er það!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.