Svefnherbergi eru rými sem gleymast ansi oft en það er þó nauðsynlegt að mínu mati að hafa það huggulegt og smart
Þarna eyðum við miklum tíma og herbergið þarf að vera hlýlegt, kósí og smart. Þetta svefnherbergi er algjört æði, það hefur þetta allt. Flottir litir, flott uppröðun á húsgögnum og fylgihlutum og samt svo einfalt og ódýrt að framkvæma.
Grátt, hvítt og svart ásamt litlum gömlum stiga sem er breytt í smá náttborð. Skórnir taka sig vel út í neðstu hillunni og gefa herberginu smá bling faktor.
Lamparnir eru frá Ikea og svo er þessi líka netta diskó svefngríma sem fær að njóta sín á stiganum, algjört æði!
Einfaldar en flottar myndir fyrir ofan rúmið. Við hliðina á rúminu er svo náttborð með gylltum kertastjökum.
Svo er það heildin. Takið sérstaklega eftir ljósinu líka. Þetta er svart körfuljós sem fæst nú í hinum ýmsum húsgagnabúðum á góðu verði. Gardínurnar eru dökkar en samt léttar og koma vel út í samblandi við myndarammana, rúmfötin og loftljósið. Litapallettan er mjög flott í þessu netta og fallega svefnherbergi.
Verulega smart samsetning á þægilegu og kósí svefnherbergi
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.