Nú er grár nýi “tískuliturinn” og sést hann á veggjum, húsgögnum, og fylgihlutum eins og púðum, myndum og ekki má gleyma gólfefnum og flísum.
Grái liturinn er hreinlega að slá í gegn um þessar mundir. Hann passar vel við svarta og hvíta litinn. Eins passar hann vel með teak viðnum sem og öðrum viðartegundum. Guli liturinn er glæsilegur við hlið hans, bleiki og túrkis líka.
Segja má að flest allir litir passi við gráa litinn. Passa þarf þó að gera rýmið ekki of dimmt. Nota litinn í samblandi við aðra frískandi liti. Jafnvel nota meira af ljósgráu tónunum.
Hérna eru nokkrar myndir til að koma hugmyndafluginu af stað.
__________________________________________________________
Vantar þig hjálp við skipulag heimilisins? Er ósamræmi á milli herbergja eða langar þig einfaldlega til að breyta til og veist ekki hvernig á að byrja? Þá get ég hjálpað! Sjá frekari upplýsingar á facebook síðu minni Mio design.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.