1. Hentu því sem þú notar ekki

Gömul tímarit, pennar sem virka ekki, fimm tegundir af sömu sleifinni… Það er svo margt sem við höldum fast í en höfum ekkert við að gera. Losaðu þig við þetta með því að gefa það eða henda því. Það eru margir staðir sem taka við gömlum tímaritum, til dæmis bara blaðatunnan, en líka leikskólar, biðstofur, spítalar, myndlistardeildir í skólum og svo framvegis. Sleifarnar geta farið í góða hirðinn eða í grúbbuna gefnis á Facebook. Reyndar má setja allt þangað, fánýti eins er fjársjóður annars.

2. Settu þér markmið

Skrifaðu niður hvað þú ætlar að gera. Notaðu app í símann til að halda utan um verkefnalista eða skrifaðu þau niður í þar til gerða bók. Að skrifa hlutina niður og strika svo yfir það sem er búið og gert hjálpar verulega til.

Skipulag

3. Taktu til í fataskápnum

Það eru margar leiðir til að taka til í fataskápnum sínum og í raun er það bara algjörlega nauðsynlegt. Þú átt að taka til í fataskápnum hjá þér að minnsta kosti tvisvar á ári. Á vorin fara vetrarflíkur upp á loft og á haustin pakkar þú sumarfötunum niður. HÉR eru nokkrar góða leiðir til að skipuleggja skápinn. 

4. Ruslakarfan

Hafðu körfu á heimili þangað sem allt “ég veit ekki hvar ég á að setja þetta” dótið fer. Þetta gildir fyrir alla meðlimi heimilisins, þau setja í körfuna sem er svo sorteruð vikulega eða oftar. Um leið og karfan góða er komin upp eykst sú tilfinning að allt sé í röð og reglu og vel skipulagt á heimilinu eða skrifstofunni.

5. Láttu alla hafa verkefni

Ef þú býrð með nokkrum einstaklingum, til dæmis börnum, eða deilir húsnæði með öðrum, þá er mjög mikilvægt að allir hafi sín vikulegu verkefni að sinna. Ef allir leggja ekki sitt af mörkum myndast óþarfa kergja í sambýlingunum. Lestu hér hvernig þú færð krakkana til að taka til og halda góðu skipulagi á herberginu sínu. 

6. Haltu utan um smáu hlutina

Litla dótið þarf að fá sinn stað líka. Passaðu upp á að litlir hlutir eins og skartgripir, snyrtivörur og annað í þeim dúr sé vel skipulagt og aðgengilegt. Hér skrifar Annika um hvernig hún sorterar og geymir sitt snyrtidót og hér er flott grein um hvernig þú getur tekið eitt allsherjar skipulag á 48 mínútum.

7. Passaðu að geta hengt handklæði upp á góðum stað

Blaut handklæði hingað og þangað um húsið? Óþolandi! Alveg. Gættu þess að allir hafi stað fyrir handklæðið sitt á baðinu. Það er auðvelt að koma þeim upp, þú kaupir slá í Bauhaus, Ikea, Rúmfó eða hvar sem er og festir hana upp til dæmis á hurðina á baðinu.

8. Hafðu hólf í skúffunum

Hólf, eins og til dæmis þau sem við notum undir hnífapör, fást víða og virka mjög vel við hverskonar skipulag. Í Ikea er hægt að fá flott hólf til að sortera fatnað og einnig fást svona skipulagseiningar í Bauhaus og víðar. Notaðu þessar skipulagseiningar í alla skápa og skúffur og passaðu að taka reglulega til í þeim.

9. Prentaðu út dagatal

Að hafa dagatal fyrir framan sig og leyfa sér að skipuleggja bæði frí og annað langt fram í tímann gefur bæði tilhlökkunarefni og gerir þér kleift að eiga fyrir hlutunum þegar kemur að skuldadögum. Hafðu hvern mánuð uppi á vegg og byrjaðu strax!

krukkur_skipulag

Lærðu að föndra þessar krukkur með leiðbeiningum sem við vísum í hér að neðan. (mynd: popsugar)

10. Lifðu í lukku og líka í krukku

Þessar sætu krukkur í boði PopSugar geta virkað vel á baðinu, í eldhúsinu og undir snyrtidótið þitt. Stelpur á tween aldrinum (9-13) elska líka svona fínerí og því fullkomin hugmynd að mæðgustund að föndra svona saman.

11. Flokkaðu matinn í skápunum

Hafðu skipulag í skápum þannig að matur sé flokkaður eftir fæðutegund. Þannig að kornmeti, dósamatur og svo framvegis sé á svipuðum stað. Að hafa ísskápinn alltaf í röð og reglu og HREINAN stuðlar líka að bættu mataræði. 

12. Málaðu lyklana þína með naglalakki

Hvað er leiðinlegra en að leita endalaust að rétta lyklinum? Málaðu hvern lykil með smá naglalakki til að auðvelda þér að finna út úr því hvert á að fara hvað.

13. Notaðu klakabox 

Þetta hefur þú eflaust aldrei heyrt áður en klakabox kemur að góðum notum þegar kemur að því að skipuleggja smáar einingar. Eyrnalokkar, saumadót eða skrifstofuvara. Prófaðu!

14. Hleðslutæki á sínum stað

Passaðu að öll hleðslutæki fyrir síma séu á sínum stað. Ef það eru margir í heimili gæti borgað sig að hafa fjöltengi fyrir hleðslutækin.

15. Notaðu ‘highlighter’ túss á dagatalið

Ef það eru hlutir sem þú vilt alls ekki gleyma eða hlakkar mikið til að gera, nú eða eru einfaldlega í forgangi, þá skaltu endilega nota litað túss til að strika yfir eða highlight’a á dagatalinu. Gættu þess líka að hafa bara eitt dagatal eða einn “to do” lista í gangi hverju sinni. Ekki vera með mörg smáforrit til að skipuleggja líf þitt með. Það er óskipulag 😉

16. Hafðu neyðarskúffu í vinnunni

Hafðu dömubindi, ibúfen og paratabs, plástur og spritt, handaáburð og naglaþjöl eða þessháttar… á sínum stað í vinnunni. Þá finnst þér sem þú sért við öllu búin.

17. Finndu flotta korktöflu og hafðu hana á áberandi stað 

Þú getur keypt hana í Byko eða annari búsáhaldaverslun nú eða bara búið hana til. Korktafla á góðum stað í eldhúsinu hjálpar þér að muna að mæta á sýningar, svara bréfum og skila bókum á bókasafn.

Gangi þér vel!