Það er alltaf að færast í aukana að fólk nýtir gömul vörubretti og býr til aðra hluti úr þeim.
Hægt er að gera nánast hvað sem er úr þessu frábæra efni, bara nota hugmyndaflugið. Höfuðgafl á rúmið, nýtt sófaborð, garðstóll, myndarammi, standur fyrir plöntur, gólfefni og á veggi svo eitthvað sé nefnt.
Þetta kemur alveg frábærlega út og gaman að sjá hvað margir hlutir verða skemmtilegir. Frekar gróf áferð á móti til dæmis gleri og fallegri málningu er bara ‘sweet’. Auðvelt er líka að skella hjólum undir palletturnar og þá ertu komin með húsgagn á hjólum.
SNILLD! Skoðaðu myndirnar og sjáðu hvort þér detti ekki eitthvað sniðugt í hug…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.