Appelsínugula innréttingin nýtur sín algjörlega í þessari fallegu íbúð í Gautaborg, Svíþjóð
Íbúðin er lítil og nett en ferlega sæt. Minimalisminn er allsráðandi þó það leynist nú þekkt augnakonfekt í hverju horni. Svarti og hvíti liturinn eru frekar allsráðandi þó eldhúsið sé klætt upp í appelsínugulan lit en eldhúsið skartar enn sinni upprunarlegu innréttingu sem búið er að gera upp og mála appelsínugula. Kemur þrælvel út og hleypir skemmtilegum sjarma inn í heildina.
Hrifnust er ég þó af svölunum en þar eru flott húsgögn með gærum og teppum, þó það sé vetur eru þær nýttar vel. Enda vel hægt að sitja úti á gærum þó það snjói.. kemur kannski smá rómans í sambandið að sitja með sínum heittelskaða á gærunni í smá snjókomu með heitt kakó í bolla?
Ikea skipar stóran sess í þessu fallega rými en Stockholm teppið skartar sínu fegursta í stofunni og Maurinn (stóllinn) er í eldhúsinu ásamt ferlega fallegu ljósi.
Yndislega fersk og skemmtileg skandinavísk innanhússhönnun…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.