Arkitektinn Andrew Franz breytti gamallri sápuverksmiðju í dásamlega svala íbúð.
Sápuverksmiðjan var stofnuð árið 1884 í fallegri byggingu í Tribeca hverfinu sem er staðsett í neðrihluta Manhattan í New York. Byggingin hafði staðið auð um nokkurn tíma eða þar til fjárfestir keypti hana og breytti í íbúðarhúsnæði. Húsnæði sem nútíma Carrie Bradshaw hefði örugglega fílað sig vel í enda fullkominn fyrir New York hipstera nútímans. Með dassi af klassa og kúlheitum í senn. Mögulega er þetta íbúðin sem Carrie Bradshaw og Betty Draper úr Mad Men fá sér kokteil saman? Er það ekki bara?
Íbúðin er opin, björt og hefur gott flæði bæði innandyra sem utan. Svalirnar eru einstaklega fallegar með garði og þægilegum húsgögnum, sannkallaður sælustaður.
Húsgögnin og innréttingarnar eru nýjar og eins hefur hann farið vel með gömul húsgögn og gert þau upp á fallegan máta þannig að heildin skapar hlýja og flotta stemningu. Litavalið er örlítið “retró” með mikið af appelsínugulum og túrkislituðum tónum í bland við brúna litinn.
Hluti af útveggjunum fengu að halda sínu upprunalegu útliti sem óneitarlega setur sinn svip á heildina.
Hér sést glerhýsið vel en þar er einka garður og stigi upp á þakið þar sem hægt er að njóta útsýnisins á fallega innréttaðri verönd. Munaður og unaður í New York!
Flottur þessi frekjulegi skápur, rauður og smart.
Sérsmíðaðar innréttingar á baðherberginu en það er lítið en skipulagt á óvenjugóðan hátt. Taktu eftir vaskaskápnum..
Að lokum… hin bráðhuggulega verönd sem staðsett er upp á þakinu.
Já, aldeilis vel heppnuð hönnun hjá hinum snjalla arkitekt Andrew Franz! Það væri gaman að drekka nokkra kaffibolla þarna.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.