Þessi yndislega íbúð er í London hefur fengið fallega andlitslyftingu þar sem mikið af því sem áður var fær enn að njóta sín.
Múrveggirnir málaðir hvítir, viðargólfin voru pússuð upp, bæsuð og lökkuð. Þau koma alveg ótrúlega vel út. Dúkur er á eldhúsgólfinu og er hann fínn líka, mjög einfaldur og stílhreinn. Eina sem ég myndi setja út á eru teppin í svefnherbergjunum, það er nú ekki mjög praktískt að hafa teppi þó það séu nú enn nokkrir sem velja það gólfefni fram yfir önnur.
Baðherbergið er algjörlega frábært, þar eru gömlu frístandandi baðkeri komið fyrir við marmara vegg. Er alveg að virka!
Myndirnar á veggjunum eru líka stílhreinar og smart. Setja algjörlega sinn svip á húsnæðið. Eldhúsið er mjög stíliserað og færi nú betur að hafa viðarstóla í stíl við grófa viðargólfið en þessa, en smart engu að síður.
Töff, skemmtilegt og hlýlegt!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.