Í ár eru liðin 150 ár síðan bókin um Lísu í Undralandi var gefin út…
…og í því tilefni ákvað fyrirtækið Rug Maker að hanna gólfmottur úr hágæða ull. Á gólfmottunum eru myndir sem prýddu upprunarlegu bókina en þeir fengu leyfi frá British Library til að nota myndirnar. Motturnar hafa verið mjög vinsælar og þá sérstaklega í Bretlandi og Skandinavíu, bæði hjá nýjum og eldri aðdáendum Lísu.
Sjarmerandi og skemmtilegar gólfmottur sem eiga eflaust eftir að gleðja marga, stóra sem smáa enda ótrúlega sjarmerandi og flottar. Henta vel í lestrarhorn eða jafnvel upp á vegg við lestraraðstöðu barna.
Hægt er að nálgast motturnar á heimasíðu Rug Maker…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.