Þegar velja skal gólfefni kemur margt til greina og gott er að vanda valið vel
Nú er Herringbone munstrið farið að birtast aftur enda kraftmikið og fallegt munstur. Herringbone parket var einstaklega vinsælt hér árum áður í gömlu tréhúsunum og víða erlendis er fólk að pússa upp 50-60 ára gömul gólf og lakka þau. Útkoman er hreint og beint æðisleg!
Það sem er skemmtilegt að sjá er að fólk virðist óhrætt við að hafa gólfin sín hvít, svört og jafnvel í tveimur mismunandi litum. Enda fátt leiðinlegra en karakterslaust plastparket! Svo ef þú ert í þeim hugleiðingum að skipta um gólfefni, þá mæli ég með því að þú kíkir á þessar myndir.
Smart og hlýlegt með herringbone munstri
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.