Þessi ofur fallega risíbúð er um 150 fm á stærð og er á tveimur hæðum
Á efri hæðinni er svefnaðstaða, baðherbergi með gufubaði og hrikalega flottu baðkeri. Einnig er mjög flott fataherbergi inn af aðal svefnherberginu.
Ég er alveg einstaklega hrifin af þessu fataherbergi, kannski því það er draumur minn að eignast eitt slíkt…sem og eitt skóherbergi..en það er nú önnur saga. Baðherbergin eru tvö í íbúðinni, annað á efri hæð og hitt á því neðra. Bæði einstaklega vel hönnuð með svörtum glamúr smáflísum sem glitra svo skemmtilega í ljósunum en ljósahönnunin er mjög góð í allri íbúðinni.
Þau ákváðu að mála burðarbitana svarta á móti hvítu lofti og hvítum veggjum, kemur bara nokkuð vel út þó óneitanlega sé hvítt alltaf stílhreinna. Eldúsið er ítalskt og húsgögnin valin með þægindi og klassík í huga.
Takið líka eftir unglingaherberginu, myndavalinu á veggjunum þar og gítarnum sem fær að njóta sín vel upp á vegg. Mjög snyrtilegt og smart strákaherbergi.
Ótrúlega flott og vel hönnuð risíbúð í hjarta Stokkhólms, Svíþjóð
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.