Í hæðum Beverly Hills í Kaliforniu situr þetta fallega hús.
Eigandinn er mikill sportisti og vildi hafa stór málverk af íþróttaiðkun á veggjunum. Eins vildi hann fullkominn keilusal í húsinu. Keilusalurinn er í kjallaranum á húsinu með gluggum sem vísa út í sundlaugina. Þannig að það sést í vatnið og þá sem eru í vatninu að synda. Það gefur keilusalnum skemmtilega og ævintýralega stemningu því lýsingin er alveg einstök.
Stórir gluggar og glerveggir einkenna þetta glæsilega hús. Að innan er stíllinn afar nútímalegur en þó hagkvæmur á sama tíma. Stórar og miklar stofur príða húsið og eldhúsið er einstaklega rúmgott. Húsið er með 5 stórum svefnherbergjum á efri hæðinni, stofur og eldhús á miðhæðinni og svo keilusalur og vínherbergi í kjallaranum.
Sundlaugin og garðurinn í kringum húsið lýsa einnig góðum smekk eigendanna. Léttleiki og fegurð er allsráðandi. Þetta hús er klárlega eitt af þeim flottari…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.