Lee Broom er ungur og upprennandi hönnuður…
Hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki 2007 og hefur hannað yfir 40 bari og veitingastaði í Bretlandi á síðustu árum.
Lee hefur einnig unnið til 17 verðlauna fyrir hönnun sína. Húsgögnin hans eru áberandi falleg, öðruvísi og minna óneitanlega á húsgögn frá 1930 en hann nútímavæðir þá hönnun og útkoman er hreint og beint dásamleg.
Lee hefur sérstakann áhuga á að hanna fyrir bari, hótel lobbý og veitingastaði. En ég væri nú samt alveg til í að sjá þessi húsgögn á heimilum, húsgögnin eru stílhrein og falleg. Ekki skemmir fyrir að hafa smá bling í þeim. Eins er gaman að sjá hvað hann gerir við speglana og húsgögn frá Viktoríutímabilinu, hann bætir ljósum við hönnunina og útkoman er ótrúlega flott.
Njótið myndanna og ef þið viljið sjá meira um Lee Broom þá mæli ég með heimasíðu hans hér
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.