Arkitektarnir hjá SAOTA – Stefan Antoni Olmesdahl Truen Architects hönnuðu þessa dásemdar villu í Cape Town, Suður Afríku og þvílík fegurð!
Eigendurnir eru bresk hjón sem vildu allan þann lúxus sem hægt væri að hugsa sér í einu húsi. Húsið er með 4 svefnherbergjum, auka íbúð fyrir þjónustufólkið, gufuklefa, íþróttasal, fullkomnum bíósal, lesherbergi og nokkrum stofum.
Húsið er á 7 hæðum og byggt í hæð þannig að sérstakt útsýni er frá hverri hæð yfir sjó og fjöll. Gluggarnir þeirra eru eins og margbreytilegt málverk sem sýnir náttúruna á sinn besta hátt. Flestir gluggarnir eru með rennihurðum eins og er svo vinsælt í dag þannig að hægt er að opna rýmið og sameina innra rými við það ytra.
Sundlaugin og garðarnir eru óaðfinnanlega fallegir. Greinilega mikið smekkfólk sem á þetta fallega hús og á greinilega mikið af aurum líka. Takið eftir bókahillunni á móti stiganum, þvílík fegurð.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.