Þessi yndislega íbúð er í Stokkhólmi Svíþjóð, mjög stílhrein og mikið um hvítt og svart en til að gera hana örlítið hlýlegri hafa eigendurnir notað mjúkar hlýlegar mottur, t.d. úr dýraskinni.
Eldhúsið er einstaklega fallegt en það er með miklu vinnuplássi og stórum ísskáp með vínkæli. Greinilega gúrme fólk sem vill góða aðstöðu fyrir eldamennsku. Baðherbergið er hlýlegt og mjög stílhreint. Þar hafa þau sett gráar flísar á gólfið og hvítar á veggina. Flísarnar eru allar settar hlið við hlið og stækkar það rýmið til muna.
Í íbúðinni eru 4 svefnherbergi, tvær stofur, risa eldhúsaðstaða og tvær svalir upp á þaki. Svalirnar eru með fallegum húsgögnum úr áli/plasti. Brúngrái liturinn er mjög vinsæll núna í útihúsgögnum enda kemur hann ótrúlega vel út. Hlýlegur og kósí. Eina sem kannski vantar á þessar fínu svalir er stórt og gott grill.
Sérlega falleg íbúð með hvítum veggjum, hvítu parketi og vel völdum húsgögnum frá IKEA.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.