Site Interior Design er arkitektarstofa í Cape Town Suður Afríku.
Þau luku nýverið hönnun sinni á þessu fallega húsi en þar ríkja náttúrulegir litir, áferð og form. Flestar innréttingarnar eru sérsmíðaðar til að fá sinn sérstaka stíl í rýmið. Rúmin, hillurnar, sófinn í stofunni og sjónvarpsstæðan eru sérsmíðaðar svo fátt eitt sé nefnt en útkoman er vægast sagt glæsileg.
Hvert rými er vel nýtt og úthugsað um hvert smáatriði varðandi nýtingu hvers rýmis.
Lýsingin er sérstaklega skemmtileg oft óhefðbundin eins og til dæmis fyrir ofan rúmin en þar eru nokkrum ljósum raðað saman og látin hanga fyrir ofan náttborðin. Þessi einfalda hönnun gefur svefnherbergjunum sérstakan karakter og flotta hreyfingu í rýmið.
Glæsilegt hús sem er stútfullt af flottum hugmyndum!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.