Er þetta ekki draumur draumanna? Eiga eitt svona glæsihýsi í draumaborginni Los Angeles!
Húsið er einstaklega fallega hannað að innan, frekar stílhreint, létt og með fallegum húsgögnum. Eikar plankaparket og ljósgráar flísar á gólfum passa alltaf vel saman og er frekar öruggt þegar kemur að vali á gólfefnum. Þessir tveir náttúrulitir “harmonera” svo skemmtilega vel saman og njóta sín bæði í hlýleika og fegurð.
Háglans eldhús með barborði virkar líka vel. Þar er hentugt að borða morgunmatinn og lesa fréttablaðið í leiðinni. Þegar kvölda tekur er gaman að bjóða gestum í betri stofuna og bjóða þeim þar sem borðstofuborðið er. Svalirnar eru alveg einstakar og með eitt fallegast útsýni sem ég hef séð yfir borg. Einnig eru húsgögnin vel valin fyrir svalirnar, ljós, falleg og kalla hreinlega á þig að setjast niður með góða bók, svalan drykk og njóta lífsins.
Takið eftir útsýninu… er þetta ekki dásamlegt? Spurning hvort maður færi nokkuð að heiman ef maður byggi svona fínt eins og þarna….
Íbúðin er til sölu á tæpar 4 milljónir USD…(spurning um að brjóta sparibaukinn?)
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.