Þetta hús er algjör draumur en það hannaði hin virta Susanna Cots sem er ein af mínum stóru fyrirmyndum í hönnun í dag. Hún er algjörlega frábær hönnuður sem sést vel á þessu húsi.
Húsinu er skipt í 5 einingar, setustofu, þjónustuálmu, barnaálmu, gestaálmu og svefherbergisálmu. Sem sagt eitt með öllu! Væri nú ekki slæmt að hafa þjónustuálmu… já eða gestaálmu? Svo ég tali nú ekki um barnaálmu!!! – Þau þurfa jú sitt en eini staðurinn þar sem hún lék sér með liti er í barnaálmunni. Þar fá litirnir að njóta sín og lífga upp á rými barnanna. Sjáið líka útsýnið úr herbergjunum beint út á hafið bláa – gerist ekki betra!
Cots notar samt aðallega svartan og hvítan lit í aðalrýmum hússins og mýkir upp með fallegum við. Eins er ég mjög hrifin af baðherberginu, þar notar hún bæði flísar og parket og skiptir baðherberginu upp. Kemur einstaklega vel út og góð hugmynd. Hönnunin er minimalísk, hvít og svört en þó hlýleg með fallegum skrautmunum. Arininn í stofunni setur sinn hlýja svip á svæðið og er gullfallegur.
Létt og falleg hönnun með ótrúlegu útsýni!
Ef þig vantar hjálp varðandi heimilið þitt, þá geturðu haft samband við Mio design, sjá hér
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.