Eldhúsið var U-laga fyrir breytingar og mjög lítið skápapláss.
Fjölskylduna vantaði hinsvegar sárlega skápapláss og þægilegt fallegt rými fyrir máltíðarnar. Þau eru mjög upptekið fólk en hittast alltaf í eldhúsinu áður en farið er út á daginn og eins eftir að vinnudegi líkur. Þau vildu einnig getað horft á kvöldfréttirnar á meðan kvöldmaturinn væri eldaður.
Þetta var útkoman, eldhúsinu var breytt þannig að það liggur nú á aðalveggnum, með miklu skápaplássi og dásamlegum glerskáp sem hýsir alla diska, skálar og glös.
Litavalið er einstaklega fallegt, rólegt, yfirvegað og mjög smart.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.