Þegar ég bjó í London tók það ca. 10 mínútur að hoppa upp í fallegan rauðan tveggja hæða strætó til að skreppa á einn uppáhaldsmarkaðinn minn sem staðsettur er rétt við Liverpool Street stöðina -Spitalfield Market.
Ég hreinlega elskaði að ráfa þar um ein eða með syni mínum um tíuleitið með ferskan kaffibolla í hendi, kaupa nýbakað brauð og ferskt lífrænt ræktað grænmeti og rölta svo um básana. Leita að flottum vintage eða antíkmunum, rölta svo yfir á Brick Lane og kaupa fersk blóm til að skella í vasa þegar heim var komið.
Ég var yfirleitt komin rétt áður en allir túristarnir vöknuðu og fylltu markaðina, þannig gat ég verið viss um að komast að og finna mesta fíneríið.
Hverfin allt um kring Spitalfield Markaðinn urðu vinsæl upp úr 2000 þar sem hverfið er rétt hjá bankageiranum. Þar hafa mörg niðurnídd hús og gamlar verslanir verið gerðar upp í fallegar lúxus íbúðir og er svæðið meira sjarmerandi fyrir vikið.
Hér er smá innlit í eina þeirra en íbúðin var verslun áður en hún var tekin í gegn.
Flettu albúminu…
Ljósmyndir Jan Baldwin
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.