Veggfóður, límmiðar og annað skraut á veggi hefur verið einstaklega vinsælt upp á síðkastið
Ýmsar hugmyndir eru fáanlegar til að koma smá lífi á veggina heima hjá okkur, oftar en ekki hugmyndir sem kosta ekki aðra höndina en eru þrælflottar. Til dæmis er hægt að kaupa límmiða fyrir barnaherbergið sem barnið getur sjálft málað litina inná. Kostar lítið, barnið hefur gaman af því og útkoman er flott og frískleg.
Vinsælt hefur verið að nota einn vegg til dæmis í stofu eða eldhúsi og krydda hann sérstaklega með flottu veggfóðri eða límmiða. Útkoman verður oft á tíðum eins og eitt stórt listaverk og vekur mikla athygli.
Kíkið á síðuna pixersize.com til að panta eða skoða límmiða/veggfóður fyrir öll helstu rými heimilisins, það er nánast allt til og úrvalið er ótrúlegt.
Skemmtilegastir finnst mér þó límmiðarnir fyrir barnaherbergin, hrein snilld fyrir börnin, það gefur þeim svo mikið að fá að vera þátttakendur í að skapa umhverfi sitt.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.