Það er svo gaman að sjá þegar fólk notar gamla hluti og nýtir þá á góðan hátt
Gamlir stigar eru að verða vinsælir sem stofustáss, inn á baðherbergi eða svefnherbergi. Þeir eru nýttir undir skrautmuni, sem fatahengi eða undir myndaramma og útkoman er svo flott.
Sumir nýta þá sem náttborð/hillur inn í svefnherbergi og útkoman er hrá en samtímis með svo mikinn karakter að það er æðislegt. Nettir stigar eru oft notaðir sem fatahengi eða fyrir handklæði inn á baðherbergi, sniðug lausn inn á lítil baðherbergi eða baðherbergi sem vantar smá persónuleika inn í.
Kíkið á myndirnar til að fá fleiri hugmyndir – þetta eru skemmtilegar og flottar hugmyndir fyrir flotta stiga
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.