Eitt það allra heitasta í hönnunarheiminum í dag er að gera upp gamlar hlöðuhurðir og nýta fyrir stofuna, svefnherbergið eða jafnvel baðherbergið.
Hurðarnar mega vera gamlar og slitnar, eiginlega því eldri sem þær eru því flottari eru þær. Margir kjósa líka að mála sínar hurðar í sterkum lit til að brjóta upp stemningna í rýminu hjá sér. Grófleikinn kemur vel út með skandinavískri og léttri hönnun.
Útkoman er vægast sagt glæsileg! Karakterinn hreinlega grípur mann á staðnum enda alltaf svo gaman þegar gamalt mætir nýju.
Sjúklega flottar hlöðuhurðir sem gera íbúðina þína ansi smart…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.