Kæru Pjattrófur,
Takk fyrir æðislega pistla!
Datt í hug að athuga hvort að þið lumið á góðum hugmyndum ;o) var að breyta inni í herbergi hjá 6.ára dóttur minni, herbergið er voða lítið og kósý…vorum um helgina að gera það soldið að hennar en lúxusvandamálið er semsagt að bækurnar hennar eru enn hér frammi á gangi eftir tiltektina,var að hugsa um svona “ósýnilega bókahillur” sem ég sá einhverstaðar en væri samt alveg til í einhverjar ferskar hugmyndir sem gætu gagnast bókunum.
Með bestu kveðju,
Hrund.
SVAR:
Sæl Hrund og takk fyrir bréfið
Ég tók saman nokkrar skemmtilegar lausnir fyrir þig og litluna þína og vona að þú fáir einhverjar hugmyndir
Oft má finna not fyrir gamla hluti sem eru í geymslu eða hjá ömmu og afa og ef þú ert handlagin þá er ekki mikið mál að breyta því sem til er fyrir t.d. gamla kommóðu má gefa nýtt líf, eða gamli diskarekann sem má pússa upp og mála í einhverjum lit. Það er um að gera að nota hugmyndaflugið og ekki er verra að spjalla við litlu dömuna hún lumar kannski á góðri hugmynd!?
Annars fást ódýrar, fínar litríkar hillur í ikea og núna er útsala i öllum verslunum þannig að það er hægt að gera góð kaup.
Í barnaherbergi er hægt að hafa góða skápa og hirslur, skúffur og dótakassa svo að auðveldara sé að laga til.
Það getur einnig komið sér vel að hafa króka og snaga sem hengja má stærri leikföng á. Sá t.d. fallega snaga í Tiger, Tekk er með fallega snaga frá house doctor og Pier er líka með fína silfursnaga. Það er nefnilega skemmtilegt að hengja vissa hluti á sinn stað. Þó ber að gæta þess að snagarnir séu í hæfilegri hæð fyrir börn og á það einnig við um myndir og spegla á vegg. Kommóður eða skúffuskápar eru einnig prýðilegir geymslustaðir í barnaherbergi fyrir bækur, leikföng og fatnað og er hægt að lakka í fallegum lit til að lífga upp á barnaherbergið.
Einnig getur verið sniðugt að pakka niður sumu dóti í glæra plastkassa, dóti sem börnin hafa fengið leið á að leika sér með og þvælist bara fyrir. Setja þetta í geymslu og skipta síðan aftur út eftir t.d. 3-6 mánuði og pakka þá einhverju öðru niður í staðinn -þá verður barnið alsælt að leika með dótið aftur!
Vona að þú getir nýtt þér einhverjar af hugmyndunum en einnig eru til eldri færslur með myndum af fallegum barnaherbergjum sem þú gætir flett í gegnum – gangi ykkur vel!
Smelltu á myndirnar til að stækka og lesa textann við.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.