Það er fátt meira frískandi en gott “fyrir og eftir”.
Tala nú ekki um ef það er gert með litlum tilkostnaði en miklum breytingum til hins betra.
Á þessum myndum má sjá baðherbergi tekið í gegn með frábærum árangri. Mér finnst fátt flottara á baðherbergjum en þegar karið stendur við opinn glugga. Sjáðu hvernig loftljósi hefur verið komið haganlega fyrir í loftinu fyrir ofan frístandandi baðkarið og kollurinn er líka einstaklega fallegur og viðeigandi. Tekkskápurinn undir vaskinum er svo algjör snilld.
Uppgerður stiginn er að sama skapi mjög vel heppnaður. Gaman að þessu… 🙂
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.