Hindsvik teymið er Kanadískt par sem rekur skemmtilega vefverslun á Etsy.
Stofan þeirra var frekar kompuleg fyrir breytingu og þurfti svo sannarlega á upplyftingu að halda. Brúnt viðargólfið var tekið í gegn og málað í hvítum lit.
Í stofunni voru fyrir hvít ikea hilla, skápar, skrifborð og skrifstofustóll sem var fjarlægt. Í staðinn var fenginn nýr skenkur, heimagerð hilla og sófaborð ásamt nokkrum vel völdum munum. Snagar voru settir í forstofu til að létta á rýminu og svo var skreytt með vösum og fallegum myndum af íslenskri náttúru sem þau tóku hér á ferðalagi.
Kíktu í albúmið…
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.