Eigendur þessa fallega húss eiga jógamiðstöð, hugsa mikið um heilsueflingu og þekkja nauðsyn þess að kunna að slaka vel á.
Þau vildu stað þar sem þau gætu slakað á, dekrað við sig og farið í jóga í náttúrunni. Þau fengu nákvæmlega það sem þau óskuðu sér þegar þetta hús varð að veruleika. Húsið er ofsalega fallegt, umhverfið í kring er einstaklega fallegt líka og mikil kyrrð yfir öllu.
Húsið er á þremur hæðum: Á efstu hæðinni eru svefnherbergi, fataherbergi og baðherbergi fyrir hvert svefnherbergi. Á miðhæðinni sem jafnframt er aðal hæðin í húsinu eru stofan og eldhúsið. Hægt er að opna gluggana alveg þannig að stofan stækkar út og útsýnið er stórkostlegt! Sundlaugin liggur upp að húsinu og er með aðstöðu í miðri laug til að stunda yoga. Á neðstu hæðinni er SPA-aðstaðan. Þar eru gufuklefar, þægindarstólar til afslöppunar og nudd aðstaða. Stórir gluggar eru á neðri hæðinni þar sem sést í sundlaugina, einstaklega friðsælt og fallegt.
Já þetta hús er algjörlega með Vá-faktorinn…það er á hreinu!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.