Eigandinn óskaði eftir nýtísku, opnu, fallegur og STÓRU húsi.
Hann fékk alllar sínar óskir uppfylltar þegar hönnuðirnir sem hann réði sýndu honum teikningar af sérlega fallegu húsi.
Hús þetta er hannað í hálfhring að sunnanverðu og eins og hestaskeifa að aftan. Þannig náðu þeir útsýni úr öllum herbergjum yfir í garðinn.
Fullkomin líkamsræktarstöð og tvær sundlaugar eru í húsinu. Frá aðal svítunni (húsbóndaherberginu) er hægt að ganga beint út í sundlaug og synda yfir í líkamsræktarstöðina. Þar er einnig smá eldhús, risaskjár sem fellur niður og bar. Þessi hönnun er algjörlega fab!
Við erum að tala um líkamsræktarstöð, sundlaugar, fullkomna grillaðstöðu, sérstakan garð fyrir veislur, séraðstöðu fyrir börnin þar sem aðstaðan er sýnileg frá stofu, eldhúsi og garði. Listagallerí og auðvita þjónustuíbúð fyrir þjónana. Innisundlaug með bar og aðstöðu fyrir pizzugerð…með tilheyrandi pizzaofni…nema hvað?!
Í kjallaranum er bílskúr sem tekur 12 bíla (fólk á auðvitað glás af bílum sem getur búið í svona höll) og listagalleríið er einnig staðsett í kjallaranum. Galleríið er þannig að fólk gangi þar í gegn frá bílnum að lyftunni.
Ekki slæmt! hmm? En takið einnig eftir lýsingunni – hér er ekkert til sparað og rýmin verða einstaklega skemmtileg og vel upplýst. Litavalið er einnig mjög fallegt en þar skipar náttúran stóran sess. Léttir og þægilegir litir ásamt við og sérinnfluttum múrsteinum frá Jerúsalem.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.