Sem hönnuður hef ég mest gaman af þeim verkefnum sem eru krefjandi og erfið en lítil rými og þau rými sem þarfnast ” out of the box” hugsunar eru yfirleitt mest spennandi.
Þessi flotta íbúð er aðeins 36 fermetrar og er algjörlega snilldarlega hönnuð í samvinnu við manninn sem býr þar.
Mikil vinna fór í það hvað honum fannst vera nauðsynlegt í íbúð sinni, eins og skápapláss, vinnupláss, svefnrými og svo eldhús. Hönnuðirnir gerðu algjört snilldarverk með þetta litla rými því allt rúmast nokkuð vel.
Eldhúsið og sjónvarpsrýmið er á einum og sama veggnum. Einingin er sérsmíðuð og kemur mjög vel út. Rauði liturinn fær að njóta sín með viðnum til að hleypa smá lífi í umhverfið. Frábært!
Á teikningunni sést vel hvernig skipulagið er, frábært og gott skipulag á frekar litlu rými, allt kemst fyrir á mjög smekklegan hátt. Vel gert!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.