Þetta flotta heimili er í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hér má sjá bæði frönsk og skandinavísk áhrif en hvíti liturinn hefur löngum verið ráðandi á norrænum heimilum.
Gólfefnin eru dökkmáluð gegnheil viðargólf í bland við steinflísar, ljósin eru ekki af verri endanum, glitrandi kristalsljósakrónur í svefnherbegjum og stofum, speglar í feneyjastílnum skreyta veggi og fyrir gluggum hanga silkigardínur. Ljúft og fallegt.
Rakst á myndirnar á þessari bloggsíðu hér
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.