Hér er annað svalt heimili í London og húseigandi hikar ekki við að fara óhefðbundnar leiðir…
Borðstofuborðið málað með silfurlakki, gríðarlega stór stytta af frjósemisguðnum Pan gnæfir þar yfir og hnakkur er notaður sem stofustáss.
Baðkarið er frístandandi í miðju rými sem virkar ekkert eins og baðherbergi, loftið er óhefðbundið og yfir það heila er hlutum blandað saman á bæði frumlegan og óhefðbundinn máta. Skemmtilegt.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.