Roche Bobois er franskt hönnunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í nútímalegum húsgögnum…
Þau eru þekkt fyrir nútímalega hönnun sína en einnig fyrir að fá þekkta hönnuði til að setja sinn punkt yfir i-ið varðandi húsgögnin. Sófarnir eru æðislega fallegir og gaman að sjá litagleðina sem skín af þeim. Takið einnig eftir púðunum á sófunum, þau blanda oft saman allskonar púðum í öllum litum. Það kemur ótrúlega vel út, létt, hlýlegt og fallegt.
Þetta er góð hugmynd sem við getum notað líka fyrir gamla sófann okkar, skella nokkrum fallegum púðum í sófann og hann gjörbreytir um karakter!
Hönnuðirnir sem hafa unnið hvað mest með Roche Bobois eru Jean Paul Gaultier, Missoni, Philippe Bouix og fleiri góðir hönnuðir.
Ótrúlega smart sófar!

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.