Hönnuðirnir og tvíburarnir Branimira Ivanova and Desislava Ivanova eru þekktar fyrir að ganga alltaf skrefinu lengra en aðrir í hönnun.
Þær hanna m.a baðherbergi í framtíðarstíl eins og þær kalla það sjálfar. Annað baðherbergið á að minna á hafið, blái liturinn táknar sjóinn og alla hreyfinguna í honum og sjónvarp er inn á baðherberginu sem sýnir lífið á hafsbotni meðan þú ert í baði.
Gula baðherbergið á að tákna sandstorm í eyðimörkinni. Mikil hreyfing er á gula litnum og gaman að sjá að þær setja einnig arinn og sófa inn á baðherbergið. Þá getur einn verið í baði á meðan annar slakar á í sófanum með arininn í gangi.
Skemmtileg og mjög lífleg hönnun í gangi þarna. Persónulega finnst mér óþarfi að hafa sófa og arinn inn á baðherbergi, myndi frekar velja annað rými undir það. En auðvitað er nauðsynlegt að hafa fjölbreytileika.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.