Flestar okkar dreymir um að eiga fataherbergi og jafnvel skóherbergi líka
En á meðan það er enn draumur þá er hægt að nýta skápa og hillur fyrir skóna okkar. Þá fer líka betur um skóna, þeir haldast fínir og flottir mun lengur og svo er alltaf svo gaman að renna augunum yfir þetta fallega augnayndi sem skópör geta verið.
Ég er alveg sérstakur skófíkill og elska það að eignast nýtt skópar. Skórnir mínir fá sinn sérstakan stað á hillum eða í skóskápunum mínum þar sem þeir bíða spenntir eftir að komast í sitt sérhannaða skóherbergi (nett grín en þeir eru samt á fallegum hillum)
Það er auðvelt að útbúa flotta skápa fyrir skópör, eina sem þú þarft er glerskápur eða bókahilla og þú raðar skónum í skápinn/hilluna. Ekki er verra ef skápurinn eða hillurnar eru með lýsingu, þá ertu komin með einstaklega smart hirslu undir skóna.
Hérna eru nokkrar flottar útgáfur af skóhirslum fyrir þær allra skóþyrstu…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.