Flottir púðar eru eitt af því nauðsynlega að mínu mati fyrir stofuna
Þeir hressa algjörlega uppá rýmið, fylla það hlýleika og persónuleika þess sem býr þar. Hægt er að blanda saman nokkrum tegundum af púðum, gærum og teppum til að gera stemninguna enn hlýlegri.
Það sem er líka svo hentugt með púða er að þeir taka lítið pláss og því auðvelt að skipta þeim út miðað við ársstíma. Hafa til dæmis loðna og púða úr þykkum efnum frekar á veturna en draga upp léttari púða fyrir sumartímann. Þannig ertu komin með einfalda en þó mikla breytingu á heimilinu fyrir lítinn pening.
Hérna eru svo nokkrar myndir sem ég tók saman af flottum uppstillingum með æðislegum púðum
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.