Það getur verið vandasamt að innrétta íbúð sem er undir súð en algengasta vandamálið er veggplássið.
Finna stað fyrir fjölskyldumyndirnar, málverkin eða bókahilluna. Þetta er ekki svo auðvelt þegar þú býrð í íbúð undir súð þar sem veggjaplássið er nánast ekki neitt. Þá getur oft verið sniðugt að sérsníða hillur eftir einum vegg og nota sem bókahillur.
Gluggaveggurinn er líka mjög sniðugum til að nýta vel en það kemur oft mjög vel út að mála þann vegg í öðrum lit eða veggfóðra. Sem sagt draga þann vegg aðeins fram og skapa þannig dýpt inn í heildina.
Margar íbúðir undir súð skarta líka fallegum kvistum. Sumir velja að hafa kvistina í sínum upprunalega viðarlit en aðrir mála þá í hvítu eða dökkum lit. Hvíti liturinn stækkar rýmið og sá dökki brýtur rýmið upp og gerir kvistana mun meira áberandi en þeir hvítu eru.
Hérna koma nokkrar flottar myndir af íbúðum undir súð… vonandi nýtast þér hugmyndirnar.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.