Í innliti dagsins kíkjum við í heimsókn í lítið sveitahús nálægt Kaupmannahöfn, Danmörku
Húsið er lítið og afskaplega notalegt að innan. Búið er að gera það upp að miklu leiti og fær viss sveitstemmning og rómantík að halda sér. Það sérstaka við húsið er að baðherbergið er í hliðarhúsi í bakgarði hússins. Lítið en smart.
Mikið er um einstaka hluti sem koma víðsvegar að úr heiminum eins og til dæmis þessi vinalega stytta sem stendur svo tígulega í stofunni.
Hliðarborðið og sófaborðin eru úr grófum við sem passa fullkomlega við sófann og skapa hlýleika í stofunni. Fallegt að sjá tvö lítil bakkaborð notuð sem sófaborð
Arinninn stendur í miðjunni, á milli eldhúskróks og stofu. Stólarnir eru sambland af hinum ýmsu hönnunarstólum og koma þeir nokkuð vel út svona saman.
Eldhúsið er lítið en mjög vel skipulagt. Taktu eftir að ísskápurinn er bakvið arinninn en reistur hefur verið falskur veggur til að skilja arinninn og ísskápinn af. Hillurnar fyrir ofan eldhúsbekkinn eru úr gleri og rekavið. Rekaviðurinn gefur eldhúsinu mikinn sjarma og karakter og er bara hreint út sagt mjög töff.
Hérna sést eldhúshillan betur. Algjört listaverk!
Sniðug lausn í litlu herbergi. Hérna hefur rúmið verið smíðað ofan á hillur. Hillurnar má nota sem fatahirslu og undir aðra hluti.
Önnur sniðug lausn í litlu rými er þessi sniðugi veggur. Þarna hafa þau sett upp veggfóður og smíðað hengi fyrir fötin úr köðlum og tré. Rúmið er einnig heimasmíðað úr viðarpallettum, palletturnar svo málaðar grænar og dýna sett ofan á.
Baðherbergið er eins og fyrr segir út í bakgarði hússins…
Það er einhver “spa” fílingur í þessu baðherbergi. Steinavaskurinn, gráu flísarnar og veðraði viðurinn í innréttingunni passa vel saman og baðherbergið er ótrúlega vel samsett í litavali.
Snilldar lausnir í litlu húsi, fallegar innréttingar og heildarútkoman hlýleg og töff. Fullt af góðum hugmyndum hér.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.