
Norski bloggarinn Nina sem heldur úti bloggsíðunni stylizimo.com, breytti baðherberginu sínu á ódýran og auðveldan hátt.
Baðherbergið hennar var með munstri og ljósum flísum. Munstrið var ekki að gera sig að hennar mati svo hún ákvað að breyta útlitinu. Nina var lengi að velta því fyrir sér hvernig best væri að breyta útlitinu án þess að fjarlægja flísarnar af veggnum.

Niðurstaðan var sú að hún málaði yfir munstrið og flísarnar í kringum munstrið í svokölluðum ,,earth stone“ lit. Liturinn kemur mjög vel út sérstaklega þar sem það er óunninn múraður veggur fyrir utan baðherbergið.


Flott og ódýr leið til að breyta baðherbergi án mikill fyrirhafnar en breytingin sjálf hefur kostað um 5-6 þúsund krónur í heildina – það er býsna vel sloppið!

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.