Sjónvarpstjarnan Dick Clark og konan hans eru búin að setja Flintstone húsið sitt á sölu.
Húsið er staðsett upp á hæð í Malibu, Suður Californiu með 360 gráðu útsýni. Stórkostlegt landslag í kringum húsið, útsýni yfir hafið, fjöllin og borgina.
Húsið sjálft er með einu svefnherbergi og tveimur baðherbergjum og allt smíðað í anda Fred Flintstones. Húsgögnin, innréttingarnar, jafnvel baðherbergið er í anda Flintstone. Það er gaman að sjá þessa óvenjulegu hönnun og jafnframt hversu vel hún er útfærð (þó maður vildi kannski ekkert endilega búa þarna).
Það eina sem vantar er Fred, Wilma, Barney og Betty…nokkrar risaeðlur og maður væri staddur inn í miðri teiknimynd!
Ferlega krúttlegt og skemmtilegt hús!
Þeir sem hafa áhuga á að kaupa þetta geta kíkt á þessa síðu HÉR, en ekki er uppgefið verðið á húsinu.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.