Það eru til margar frábærar aðferðir til að setja fjölskyldumyndir á vegg en sumir lenda í vandræðum og hafa ekki hugmynd um hvernig raða á myndum.
Fyrst af öllu er um að gera að velja staðsetningu myndanna, síðan setjast niður til að velja ljósmyndirnar með fjölskyldunni því allir eiga sína uppáhaldsljósmynd af sjálfum sér eða skemmtilegum tíma með ömmu og afa úr daglega lífinu, sumarfríinu eða fyrstu skólagöngunni. Svo eru myndirnar stækkaðar og sendar í framköllun, því þegar upp er staðið er ekki mikið fjör að hafa myndirnar á dvd disk eða í tölvunni.
Ef þú ert hinsvegar klaufi í að taka ljósmyndir eða átt ekki myndavél er um að gera að skella sér til ljósmyndara og láta taka hóp eða portrettmyndir af fjölskyldunni en annars geta skemmtilegustu myndirnar líka verið teknar á litlar myndavélar.
Flott er t.d. að velja eina uppáhaldsmynd sem fær þig til að brosa og stækka hana í stóru, eða raða 10×15 ljósmyndum saman á einn vegg og ramma þær inn með stóru plexigleri.
Hér er snilldarverslun sem hjálpar þér að raða 10 römmum í mismunandi sniðum, án þess að þurfa að nota mæliband eða nagla. Þetta er snið sem þú getur fært til og frá þar til þú ert ánægð með staðsetningu rammana fyrir stiga eða vegg í stofu .
Ég tók saman nokkrar hugmyndir fyrir heimilið, smelltu á myndirnar til að skoða betur.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.