Aftur vorum við að ráfa um Airbnb og rákumst á þessa líka æðislegu íbúð í hjarta borgarinnar.
Hún er sirka svo gott sem fullkomin þó lítil sé. Fiskibeinaparket – tékk. Arinn – tékk. Gufubað – tékk. Pottur – tékk. Skáparnir í stofunni eru líka ótrúlega fallegir. Dökku glerhurðarnar gera gæfumuninn.
Þessi fallegi innbyggði arinn í horninu er einnig mjög dásamlegur og gefur þessu rými alveg sérstakan hlýleika.
Þetta er svo auðvitað kórónan! Heitur pottur og gufubað á þakinu! Megum við láta okkur dreyma!? Þetta gufubað er líka sannarleg listasmíð og múrarinn sem byggði þetta má sannarlega vera hreykinn af sjálfum sér.
Takið eftir því að það er líka gluggi á þessu gullfallega gufubaði og sturta á bak við. Einstaklega vel hannað!
Ótrúlega fallegt skrifborð, úr hverju skyldi það vera smíðað? Mögulega gömlum innréttingum úr einhverri verslun. Lítur út eins og þarna sé hægt að skrifa góðar ræður!
Og að lokum, taktu eftir hringlaga borðstofuborðinu og tígulegum borðfætinum.
[myndir/heimild: airbnb]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.