Hvernig fer maður að því að eiga þrjú börn og búa samt á stílhreinu, en jafnframt hlýlegu heimili?
Jú, þetta kann danska parið Marlene og Jesper sem búa í Vanlöse ásamt tveggja ára tvíburum og sex ára syni. Þau dreymdi um að eignast hús þar sem allir gætu haft eins hátt og þau vildu en draumurinn rættist þegar þau fundu gamalt hús sem liggur skammt frá þéttbýlinu.
Marlene segir parið hafa verið sérlega hrifið af því að húsið var algjörlega óbreytt frá því að það var byggt. Allskonar skúmaskot og krókar sem gerðu það svo kósý. Að auki er það umlukið stórum garði sem er ósnertur og þar með finnst þeim eins og þau búi í skógi sem gerir þetta bara rómantískara.
Að innan er húsið mjög snyrtilegt og flott sem orsakast m.a. af því að parið er greinilega ekki að safna að sér óþarfa hlutum. Þau blanda saman gömlu og nýju og hér er allt á sínum stað. Litirnir eru ljósir og fallegir sem gefur heimilinu skemmtilegan heildarsvip á móti dökkum og jarðlitum húsgögnum. Á milli tveggja stofa eru opnanlegar dyr sem gefur rýminu birtu og lætur það virka stærra en fyrir ofan sófan er myndasafn af skemmtilegum litlum málverkum sem eru ekki hengd upp í hárréttan kassa heldur svolítið hér og þar.
Allir krókar hafa verið nýttir skynsamlega. Rúmin eru á réttum stað undir súðinni og þar sem eitt sinn stóð tómt innskot hefur verið komið fyrir fatahengi. Taktu líka eftir gólfunum. Hér hafa upprunalegu fjalirnar verið pússaðar upp og sumsstaðar hvíttaðar. Falleg útkoma sem gaman væri að sjá í fleiri íslenskum húsum.
Myndirnar eru fengnar að láni frá Boligmagazinet.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.