Í hjarta Gautaborgar, Svíþjóð, er þessi ofur fallega íbúð sem skartar stórum gluggum sem gefa mikla birtu og bjútí inn í íbúðina.
Smáatriðin gera íbúðina einnig mjög fallega og er smáhlutunum raðað einstaklega vel upp sem gefur skemmtilegt flæði um hana alla.
Fallegir púðar, kertastjakar og myndir eru áberandi í íbúðinni ásamt blómum. Húsgögnin eru létt og ljós svo íbúðin virkar stærri en hún er. Myndarammarnir fyrir ofan sófann seta sinn svip á stofuna og skapa þeir skemmtilega hlýlegt umhverfi ásamt hinum fylgihlutunum.
Einstaklega falleg og skandinavísk hönnun á ferð

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.