Innlit dagsins í dag er í þessa ofur sætu sænsku íbúð…
Það er varla hægt að fá leið á skandinavískri hönnun, hún er svo björt og falleg. Litirnir tóna vel saman, birtan fær að njóta sín ásamt flottum fylgihlutum sem gera heimilið að heimili.
Íbúðin er Kungsladugard í Svíþjóð og er í húsi sem var byggt árið 1920. Henni hefur auðvitað verið breytt oft í gegnum árin af mismunandi eigendum en enn má sjá ræturnar frá upprunalegum tíma sem gefa íbúðinni sérstakan hlýleika.
Hérna eru gömlum munum blandað við nýja. Hvítur, svartur og grár litur í sambland við viðarlitina. Útkoman er fersk, hlýleg og ferlega smart.
Barnaherbergin eru frekar minimalísk en falleg. Litavalið er svipað á milli herbergja svo þau blandast skemmtilega við önnur rými í íbúðinni.
Frábærar lausnir í íbúðinni, til dæmis á baðherberginu, milli barnaherbergja og auðvitað litarófið sem rammar inn heildina. Yndisleg og kósí íbúð í ekta skandinavískum stíl.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.