Þessi ofursæta íbúð er í Stokkhólmi, Svíþjóð.
Eigendurnir eru hönnuðir, maðurinn er grafískur hönnuður og konan er innanhússhönnuður. Saman eru þau búin að búa til krúttlegt og yndislegt heimili sem er bæði hlýlegt og fullt af skemmtilegum munum sem eru alls staðar að úr heiminum.
Eldhúsinnréttingin er frá Ikea en hún er poppuð upp með flottu veggfóðri og hillum sem njóta sín vel. Takið líka eftir ísskápunum, en þau eiga tvo SMEG-ísskápa í mintugrænum lit. Græni liturinn gerir mikið fyrir eldhúsið og setur það í örlítið gamaldags stemningu.
Fylgihlutirnir í íbúðinni koma frá öllum heimshornum sem hjónin hafa heimsótt í gegnum árin og setja svo sannarlega sinn svip á íbúðina. Heildin er aftur á móti mjög skandinavísk, svört/hvít með léttum eikarvið. Til að fá smá líf í umhverfið hafa þau valið fallega og sérstaka hluti til að skreyta með. Til dæmis gamla hurð sem þau hafa málað og sett fallega ljósaseríu í kringum, tvær gamlar númeraplötur, hatt og skó. Útkoman er svo sæt!
Dásamleg og sæt íbúð í skandinavískum stíl með smá kryddi frá öðrum heimsálfum.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.