Íbúðin er nýuppgerð og útkoman er æðisleg! Náttúruleg efni á móti háglans innréttingum gefa íbúðinni fyllingu og líf.
Eigendurnir vildu að gamall viður fengi að njóta sín sem best. Fjalir voru settar á hurðar, sem hilluefni í stofuna og hliðarnar á eldhúsinnréttingunni svo eitthvað sé nefnt.
Barnaherbergið er líka mest allt sérsmíðað úr endurnýjuðum spítum og kemur þrælvel út. Algjört gauraherbergi. Eins er sér leikherbergi þar sem barnið fékk að vera með í að smíða trékofa inn í herberginu. Mikil og skemmtileg sköpunargleði.
Parket plankarnir eru grófir og gefa óneitanlega flottan sjarma inn í annars nýtískulega íbúðina. Svörtu flísarnar í eldhúsinu passa líka einstaklega vel á móti parketinu. Flott samspil milli náttúru og hvíta, svarta og gráa litsins. Útkoman bæði hlýleg og glæsileg.
Glæsileg íbúð á efstu hæð með útsýni yfir bátahöfn…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.