Það er alltaf viss rómantík sem fylgir hvíta litnum. Hreinleiki og rómantík.
En ég held það sé óhætt að segja að þarna búi engin börn eða dýr. Því erfitt væri að halda þessu öllu svona hreinu og fínu með fullt hús af tómatsósu fingrum. En fallegt er þetta.
Íbúðin er einstaklega vel útfærð, stílhrein og yndislega kósí þrátt fyrir að hvíti liturinn getur oft virkað kaldur.
Passa þarf vel ef fólk er með mikið af hvítum húsgögnum að hafa smá lit með til að ná persónuleika inn í rýmið.Til dæmis með púðum, myndum á vegg eða jafnvel skella uppáhalds flíkinni upp á vegg eins og sést hérna á einni myndinni. Rebbinn er alveg að fíla sig á veggnum.
Njótið myndanna!
___________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.