Eigendurnir báðu arkitekt sinn um minimalískan stíl, hvítt og hreint með grænum tónum…
Matt Gibson Architecture + Design hannaði þetta flotta hús fyrir þau út frá óskalistanum og þykir hafa tekist vel til.
Frá stofunni er gengið beint út á veröndina og er rennihurð á milli svo hægt er að hafa opið frá stofu og út. Þetta er alltaf að verða vinsælla og vinsælla enda þægilegt að geta stækkað húsnæði sitt út á auðveldan hátt (þegar veður bíður upp á).
Eigendurnir eru einnig mikið náttúrufólk og vinna sem landslagsarkitektar, þess vegna kemur græni liturinn svona sterkt hjá þeim. Þau vildu að húsið yrði byggt úr sem mestu af náttúrulegustu efnum sem þau gátu fundið og eru gólfefnin t.a.m endurunnin. Mjög vel unnið og skemmtilegt húsnæði.
Engar hurðar eru í húsinu að frátaldri útihurðinni. Húsið er mjög opið og miklir og stórir gluggar gefa rýminu skemmtilegan svip.
Alltaf gaman að sjá þegar fólk þorir að nota liti inn á heimili sín!
_______________________________________________________________
Ef þig vantar hjálp við litaval, uppröðun eða heildarhönnun á heimili þínu, þá máttu endilega hafa samband við Mio design.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.